Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.2.2010 | 23:09
Með hitasótt við lyklaborðið
Stundum ber við að blaðafréttir eru þannig skrifaðar að lesandinn óttast að skrifarinn sé mikið veikur, jafnvel með óráði. Slíkar áhyggjur vakna tíðum við lestur Fréttablaðsins en Moggi á einnig sína víxlspretti samanber gullfréttina frá Tonga.
Hvar ætli að hann sé núna þessi ,,eldri maður sem sést á myndinni? Vonandi hefur hann ekki lent í deiglunni.
Dularfullt tanngull á Tonga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 15:50
Landlega
Það er komin skíta bræla, eins gott að koma sér í land. Nú er upplagt að taka rúnt um eyjuna á Toyota og drekka lýsi.
Haukur Brynjólfsson
Eyjaflotinn kominn í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2010 | 22:15
Ekki á verksviði embættismanna
Embættismennirni Gylfi og Már ættu endilega að halda sig utan við pólitísk úrlausnarefni. Þeir hafa ekki verið kjörnir til slíkra verka. Nú má gera sér vonir um að Icesave-málinu verið lent í samvinnu allra flokka á þinginu. Það er hin eina ásættanlega lausn á málinu. Umskiptin urðu þegar forsetinn tók til sinna ráða og hafnaði undirskrift. Hann steig líka fram og talar nú máli Íslendinga á erlendum vettvangi. Hann talar enga tæpitungu enda má þegar sjá árangur af aðkomu hans að málinu. Slíkan talsmann hefur okkur svo sárlega vantað alla þessa ömurlegu ,,Icesave-tíð". Vonandi hafa menn nú vit á að hverfa frá þeirri ,,lausn" sem sem kúin var í gegn um þingið með 3ja atkvæða meirihluta og er arfaslæm.
Að þessir tveir umboðslausu embættismenn leggist í vörn fyrir það klúður verður ekki þolað.
Haukur Brynjólfsson
8.1.2010 | 22:08
Ekki ákvörðunarefni embættismanna
Embættismennirni Gylfi og Már ættu endilega að halda sig utan við pólitísk úrlausnarefni. Þeir hafa ekki verið kjörnir til slíkra verka. Nú má gera sér vonir um að Icesave-málinu verið lent í samvinnu allra flokka á þinginu. Það er hin eina ásættanlega lausn á málinu. Umskiptin urðu þegar forsetinn tók til sinna ráða og hafnaði undirskrift. Hann steig líka fram og talar nú máli Íslendinga á erlendum vettvangi. Hann talar enga tæpitungu enda má þegar sjá árangur af aðkomu hans að málinu. Slíkan talsmann hefur okkur svo sárlega vantað alla þessa ömurlegu ,,Icesave-tíð". Vonandi hafa menn nú vit á að hverfa frá þeirri ,,lausn" sem sem kúin var í gegn um þingið með 3ja atkvæða meirihluta og er arfaslæm.
Að þessir tveir umboðslausu embættismenn leggist í vörn fyrir það klúður verður ekki þolað.
Haukur Brynjólfsson
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2009 | 00:09
Stórfrétt
Já, þetta er sko frétt um árangur af dugnaði Alþingismanna sem luku 2. umræðu um Icsave. Við lokaafgreiðslu málsins hækkar gengi krónunnar alveg áreiðanlega um heilt prósent.
Haukur Brynjólfsson
Krónan styrktist um 0,11% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 10:08
Aurar í ríkissjóð
Þetta eru góðar fréttir, svona umfjöllun ætti að auðvelda okkur að selja bústaðinn.
Haukur Brynjólfsson
Athyglisverð hönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2009 | 20:22
Glæpaverk
Því hefur verið lýst hvernig sprengjum var ausið yfir sofandi íbúðahverfi í Bagdad með venjulegum stríðsafleiðingum fyrir almenna borgara: limlestingum og dauða. Einnig hvernig vírnetum var varpað yfir rafdreyfikerfin til að slá út rafmagni og gera þannig óvirkar dælur í fráveitukerfi borgar á láréttu landi. Þannig mátti enn auka á hörmungar almennra borgara og byrla þeim taugaveiki og fleiri sóttir ef vel tækist til.
Það er svo yfirgengileg að tveir íslenskir ráðherrar skyldu sækja fast að fá inngöngu í þann morðhundaklúbb sem fyrir þessum glæpaverkum stóð, að það er ekki einu sinni hægt að skemmta sér við brandara um utanríkisráðherrann sem opinberaði fíflsku sína með þvaðri um fundin gereyðingarvopn.
Haukur Brynjólfsson
26.11.2009 | 10:11
Glæpaverk
Því hefur verið lýst hvernig sprengjum var ausið yfir sofandi íbúðahverfi í Bagdad með venjulegum stríðsafleiðingum fyrir almenna borgara. Einnig hvernig vírnetum var varpað yfir rafdreyfikerfin til að slá út rafmagni og gera þannig óvirkar dælur í fráveitukerfi borgar á láréttu landi. Þannig mátti enn auka á hörmungar almennra borgara og byrla þeim taugaveiki og fleiri sóttir ef vel tækist til.
Það er svo yfirgengileg að tveir íslenskir ráðherrar skyldu sækja fast að fá inngöngu í þann morðhundaklúbb sem fyrir þessum glæpaverkum stóð, að það er ekki einu sinni hægt að skemmta sér við brandara um utanríkisráðherrann sem opinberaði fíflsku sína með þvaðri um fundin gereyðingarvopn.
Haukur Brynjólfsson
25.11.2009 | 22:31
Hinir trúgjörnu
Þetta vissu allir nema Davíð og Halldór sem fengu að vera með í glæpnum.
Haukur Brynjólfsson
Vissu að Saddam ætti líklega ekki nothæf efnavopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2009 | 14:14
Auðæfi landsins
Undanfarið hafa komið fram dómsdagsspá þ.e. að virkjanlega orka á landinu sé að verða fullnýtt. Það er þvættingur. Vissulega fækkar möguleikum á stórum vatnsaflsvirkjunum en jarðvarminn er færiband sem gengur stöðugt. Orkugjafinn er bráðið berg sem stígur úr möttli jarðar upp í jarðskorpuna og hitar þar berg og vatn. Að tala um geyma þessi verðmæti fyrir komandi kynslóðir er rökleysa. Hitann undir Kerlingarfjöllum og umhverfi Torfajökuls þurfum við að virkja fyrr en síðar. Þar eru okkar miklu auðæfi og þau ber að nýta. Alþingi getur bæði friðlýst og aflétt friðlýsingum.
Haukur Brynjólfsson
Torfajökulssvæðið hefur hæst verndargildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þjóðarskömm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar