Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pöntuð niðurstaða

Þetta er fullkomlega ómarktæk könnun. Styðurðu ,,samningaleið", eða - hver er hinn kosturinn? Hans var ekki getið. Orðið samningaleið er jákvætt; gefur þeim hugmynd um farsæla niðurstöðu sem ekki hafa kynnt sér málið nægjanlega vel. 

 Haukur Brynjólfsson


mbl.is Meirihluti styður samningaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notað skeini

Ætli ekki sé hægt að finna notað skeinisblað lík? vonandi hefur ekki öllu verið sturtað niður.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Salerni Lennons seldist á 1,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar að lokum?

Á Hrafnaþingi í kvöld spurði Ingvi Hrafn hvaða andskotans leyfi gjaldþrota fyrirtæki, í fangi ríkisins, hefði til þess að setja þrjár milljónir í flugeldasýningu. Mér fannst þetta góð spurning en er ansi hræddur um að henni verði ekki svarað. Veðja á þegja og bíða af sér óþægindi aðferðina.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Vodafone greiðir fyrir flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt á heiðinni

Já, það er fallegt á Arnarvatnsheiðinni hvað sem Mývetningar kunn að segja.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Fastir á Arnarvatnsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Björk að fara?

Ef að ég væri blaðamaður boðaður á fund þar sem tilkynnt væri að engar spurningar væru leyfðar, þá myndi ég einfaldlega þakka fyrir mig og ganga út. Svona prímadonnustælar eru óþolandi. Enn og aftur, greiðir Björk skatta hér á landi, eða vill hún bara segja okkur fyrir verkum?

Haukur Brynjólfsson


mbl.is 6200 hafa skrifað undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolið frá sægreifunum

Það verður að stoppa þetta, það gengur ekki að fólk steli svona eigum sægreifanna. Þeir eru ekki að standa sig, spæararnir hjá Fiskistofu.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Þorskur mokveiddur við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning ?

Er þetta fjölmenningin eftirsóknarverða í reynd? Allra frjálslyndustu góðmennin hér ættu e.t.v. að hugsa um þetta dæmi og fleiri af sambúðinni við Islam.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Reynt að kveikja í húsi sænsks teiknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plönturasistar

Til hamingju með umhverfisverðlaun. En er þetta ekki sami ráðherra og hefur ákveðið að nú skuli ausa eitri á landið til þess að drepa lúpínu ? Landgræðsluplöntuna sem myndar jarðveg úr andrúmsloftinu. Umhverfisráðuneytið er stöðugt á niðurleið og hefur verið það lengi.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Ráðherra afhenti umhverfisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið

Vitnað er í samgönguráðherra sem segir að: ,,vegna mikilla hækkana á verkefnum sem þegar er unnið að hafi þurft að veita meira fjármagni í þau. Það þýði einfaldlega að verkefni færast aftar."

Ég skil ekki þessi rök ráðherrans.  Á móti kemur væntanlega að nú fást mjög hagstæð tilboð þegar verk eru boðin út.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Dýrafjarðargöngum seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband