Hvað er Björk að fara?

Ef að ég væri blaðamaður boðaður á fund þar sem tilkynnt væri að engar spurningar væru leyfðar, þá myndi ég einfaldlega þakka fyrir mig og ganga út. Svona prímadonnustælar eru óþolandi. Enn og aftur, greiðir Björk skatta hér á landi, eða vill hún bara segja okkur fyrir verkum?

Haukur Brynjólfsson


mbl.is 6200 hafa skrifað undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála..hún er orðin merkileg með sig..þetta gerist...eina sem er munur..

Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.7.2010 kl. 00:37

2 identicon

Þú ert nú bara fúll á móti.  

 Gerirðu þér grein fyrir því að ef erlend fyrirtæki hafa tekjur af orkusölu á Íslandi þá flytja þeir hagnaðinn til heimalandsins.   Þannig þurfa Íslendingar að fá gjaldeyri til að greiða fyrir orkunotkunina þegar upp er staðið.   Hvað gerir Magma fyrir landið?   Mun Magma gefa fólki frítt í sund.   Mun það loka fyrir heitavatnsflæði í bláa lónið?   Er einhver sem gerir sér grein fyrir því hvað nýtingarréttur þýðir í praxis fyrir fyrirtækið?   Tilraunaboranir, ævintýramennska.  Okkur væri nær að fara að líta á jörðina sem lífveru og umgangast af varúð sem slíka.    Háhitakerfin eru jarðeðlisfræðileg "vistkerkfi" og jarðkvikan kraumar undir niðri.   Það veit enginn hvað gerist ef röskun á jafnvægi þessara kerfa verður of harkaleg.    Það getur til að mynda þýtt að uppúr sjóði á stöðum sem eru tiltölulega friðsamlegir í dag.   Það er ekki bara vatn í þessum kerfum heldur ýmiss gös og glóandi efnasambönd, magma.   Þannig gætu stór svæði orðið óbyggileg ef illa færi.    Fyrirtækið er að nýta sér glufu í lélegri löggjöf og óundirbúið regluverk.     Það á að stoppa og fara yfir málið í heild sinni.  Við höfum ekki leyfi til að ráðstafa því sem við hvorki þekkjum né skiljum til hlýtar. 

"Lastaðu ekki laxinn sem syndir á móti strauminum meðan hinir fjóta sofandi að feigðarósi"

Guðjón Gunnarsson

Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband