Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gjaldeyrishöft?

Ekki dýrara en að reka hesthús með tveimur hestum. Skrítið dæmi því munurinn er m.a. sá að ekki þarf að leggja út gjaldeyri fyrir hestunum.  Eru ekki gjaldeyrishöft á Íslandi? Er það ekki svo að mönnum er neitað um gjaldeyri til að standa við tryggingasamninga erlendis og greiða iðgjöld vegna líftrygginga?  Undir gjaldeyrishöftum þarf væntanlega  að velja og hafna. Til grundvallar hlýtur þá að liggja einhverskonar mat á þörf fyrir tiltekinn innflutning.  Ekki það að ég sé neinn talsmaður gjaldeyrishafta, en það er samstaða um að slíkt fyrirkomulag sé ill nauðsyn.  

Nú  virðist sem sagt liggja fyrir, að þótt gjaldeyrisyfirvöld á Íslandi telji óþarfa að einstaklingar fái keyptan galdeyri til að standa við greiðslur af erlendum tryggingasamningum,  Þá telji sömu yfirvöld í þörf á að flytja inn tveggja sæta bíl með 620 hestafla vél - fyrir  240 þús.+ Evrur !

Ef maður vissi ekki að í kompaníi  íslenskra stjórnmála- fjármála og embættismanna er sameinað meira efnahagsvit en þekkist í öðrum heimshlutum, þá myndi maður halda að þetta væri einhver bölvuð vitleysa.


mbl.is 620 hestafla tryllitæki í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau munu ekki ráða - sem betur fer.

Það getur ekki verið að skattkerfið verði óbreytt á næsta kjörtímabili. Á næsta kjörtímabili hlýtur að verða farið í að lagfæra þær skemmdir sem þetta lið hefur unnið á því einfalda og skilvirka skattkerfi sem var á Íslandi þar til VG komst þar að með þumalputtana.  Skattkerfi með fastri skattprósentu er farslæt fyrirkomulag þar sem hinir tekjuhæstu greiða mestan skatt, að sjálfsögðu, án þess að vera refsað með hækkaðri skattprósentu eins og gerist í fjölþrepakerfinu.  
mbl.is Ekki frekari niðurskurður eða skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglfrétt.

Enn ein ruglfréttin skrifuð af þekkingarleysi á umfjöllunarefninu. Landið er fullt af hálfsjálfvirkum skotvopnum. Undanfarin tuttugu til þrjátíu ár hefur verið flutt inn mikið magn af hálfsjálfvirkum haglabyssum cal 12.Má mikið vera ef þetta eru ekki algengustu veiðivopnin á Íslandi í dag. Það sem lögreglan er að vara við, og hefði þá átt að koma fram í fréttinni, er sennilega innfluttingur á hálfsjálfvirkum rifflum, sem er óheimill.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is „Með ólíkindum að slíkt verði heimilt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú kjörtímabil hið mesta

 
Ólafur Ragnar hefur ekki verið puntuddúkka á Bessastöðum heldur aðsópsmikill forseti og hefur þannig gjörbreytt embættinu. Hann rassskellti ríkisstjórnina í Icesave-málinu þegar það var einmitt það sem gera þurfti. Síðan hélt hann uppi málstað okkar erlendis með skörulegum hætti á meðan ríkisstjórnin þagði hér heima, að því er virtist í einhverskonar fýlusjokki. Ég spái því að breytingin á embættinu verði a.m.k. að einhverju leiti varanleg, held að fyrir því sé meirihlutavilji. Ólafur á skilði virðingu og þakkir fyrir frammistöðu sína sem forseti vor. Samt finnst mér það ekki góð frétt að hann vilji bæta við fimmta kjörtímabilinu, finnst að þar stefni í vont fordæmi, held að gott væri að setja sem reglu að forseti sæti ekki lengur en 12 ár í embætti.

mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg í bili?

Við höfum á undanförnum árum komið okkur upp mörgum, og voandi merkum opinberum stofnunum. Þar eru hundruð háskólamenntaðra fræðinga, sem launaðir eru af almannafé, en virðast þó, sem sumir a.m.k., telja að almenning varði ekkert um hvað þeir eru að gera. Ég myndi vilja gera meira en skerpa upplýsingaskyldu um náttúruvá. Ég vildi að gerð yrði úttekt á opinberum stofnunum, ekki síst þeim sem mesta fjölmiðlaumfjöllun hafa fengið á undanförnum mánuðum.Metin yrði þörfin fyrir þessar stofnanir, mannahald þeirra og hverju  þær skila í raun til samfélagsins. Sennilega kæmi þá í ljós að við höfun nú þegar menntað nægjanlega marga umhverfisfræðinga, umhverfisstjórnunarfræðinga og fleiri fræðinga fyrir næstu árin. Það er einungis takmarkaður fjöldi sem getur fengið vinnu við að eyða lúpínu, svo dæmi sé tekið, og mér virðist að búið sé að fullmanna deildirnar sem sjá um að rexa í ferðamönnum.

Sem aftur merkti að fólk sem vill menntast á þessu sviðum þarf að gera ráð fyrir að skapa sér vinnu á eigin spítur; ekki pláss á jötunni í bili.

 
mbl.is Ólína: Skerpa þarf skyldu til að upplýsa um umhverfisvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt staðli.

Spánn er í ESB svo að liðið hlýtur að vera lamið samkvæmt löggiltum evrópustöðlum.

 Haukur Brynjólfsson


mbl.is Mótmælendur miskunnarlaust barðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt

Var skipstjórinn einn í brúnni að reikna stefnuna? Hélt að nú færu menn eftir GPS-tracki við svona aðstæður.
mbl.is Skipstjórinn feilreiknaði kúrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfsagt

Þetta er illa skrifuð frétt,  sem ekki er nýtt: stór þáttur í ógæfu Mörlandans um þessar mundir er ræfildómur og óheiðarleiki okkar handónýtu fjölmiðla - án undantekningar. Hálfsannleikur og hagsmunagæsla út og suður er þeirra einkenni -allra ! Ef markmiðið með fréttinni hefði verið að veita almenningi góðar upplýsingar þá  hefðu fyrirtæki og vörur verið listuð upp þannig að allur  samanburður hefði verið augljós og valið þar með auðvelt. En það mátti greinilega ekki.

Haukur Brynjólfsson.


mbl.is Allt að 122% verðmunur á hamborgarhryggnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanbæjarfólk

Eru ekki íbúarnir í umræddu húsi örugglega utanbæjarfólk ?

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Fundu fíkniefni á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 126

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband