Nóg í bili?

Við höfum á undanförnum árum komið okkur upp mörgum, og voandi merkum opinberum stofnunum. Þar eru hundruð háskólamenntaðra fræðinga, sem launaðir eru af almannafé, en virðast þó, sem sumir a.m.k., telja að almenning varði ekkert um hvað þeir eru að gera. Ég myndi vilja gera meira en skerpa upplýsingaskyldu um náttúruvá. Ég vildi að gerð yrði úttekt á opinberum stofnunum, ekki síst þeim sem mesta fjölmiðlaumfjöllun hafa fengið á undanförnum mánuðum.Metin yrði þörfin fyrir þessar stofnanir, mannahald þeirra og hverju  þær skila í raun til samfélagsins. Sennilega kæmi þá í ljós að við höfun nú þegar menntað nægjanlega marga umhverfisfræðinga, umhverfisstjórnunarfræðinga og fleiri fræðinga fyrir næstu árin. Það er einungis takmarkaður fjöldi sem getur fengið vinnu við að eyða lúpínu, svo dæmi sé tekið, og mér virðist að búið sé að fullmanna deildirnar sem sjá um að rexa í ferðamönnum.

Sem aftur merkti að fólk sem vill menntast á þessu sviðum þarf að gera ráð fyrir að skapa sér vinnu á eigin spítur; ekki pláss á jötunni í bili.

 
mbl.is Ólína: Skerpa þarf skyldu til að upplýsa um umhverfisvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband