6.1.2012 | 11:43
Nóg í bili?
Við höfum á undanförnum árum komið okkur upp mörgum, og voandi merkum opinberum stofnunum. Þar eru hundruð háskólamenntaðra fræðinga, sem launaðir eru af almannafé, en virðast þó, sem sumir a.m.k., telja að almenning varði ekkert um hvað þeir eru að gera. Ég myndi vilja gera meira en skerpa upplýsingaskyldu um náttúruvá. Ég vildi að gerð yrði úttekt á opinberum stofnunum, ekki síst þeim sem mesta fjölmiðlaumfjöllun hafa fengið á undanförnum mánuðum.Metin yrði þörfin fyrir þessar stofnanir, mannahald þeirra og hverju þær skila í raun til samfélagsins. Sennilega kæmi þá í ljós að við höfun nú þegar menntað nægjanlega marga umhverfisfræðinga, umhverfisstjórnunarfræðinga og fleiri fræðinga fyrir næstu árin. Það er einungis takmarkaður fjöldi sem getur fengið vinnu við að eyða lúpínu, svo dæmi sé tekið, og mér virðist að búið sé að fullmanna deildirnar sem sjá um að rexa í ferðamönnum.
Sem aftur merkti að fólk sem vill menntast á þessu sviðum þarf að gera ráð fyrir að skapa sér vinnu á eigin spítur; ekki pláss á jötunni í bili.
Ólína: Skerpa þarf skyldu til að upplýsa um umhverfisvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þjóðarskömm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.