Öskufall í Reykjavík

Þéttbýlið hér á Reykjavíkursvæðinu er í ca 120 – 130 km fjarlægð frá Eyjafjallajökli. Við ákveðin skilyrði gæti orðið öskufall hér og þá einnig í kauptúnum fyrir austan fjall sem eru enn nær gosinu. Samkvæmt langtíma veðurspsá gæti þetta gerst um næstu helgi. Séu kornin í öskunni jafn illskeytt og lýst hefur verið - hrjúfar glerflísar sem hugsanlega skaða lungu fólks - þá kann að vera um mjög alvarlegt mál að ræða sem heilbrigðisyfirvöld hljóta að bregðast við. Vonandi er að til sé nægjanlegt magn af rykgrímum í verslunum hér, eða  e.t.v. hjá Landlækni og Almannavörnum. Hvað með börn í skólum og á leikskólum, ætli að til sé áætlun um varnir þeirra ef til kemur ?

Það er sérkennilegt að fjölmiðlar virðast ekki gefa þessu atriði gaum þrátt fyrir mikla og góða umfjöllun um gosið og afleiðingar þess.

 Haukur Brynjólfsson 
mbl.is Dregur úr gosvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Já, það er eins og enginn þori að tala um þetta.  Hef líka furðað mig á þessu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: SeeingRed

Maður myndi ætla að börn þyrftu ekki í skóla og íþróttaæfingum og öðru yrði aflýst á ef að óþverrin berst yfir borgina, það er ekki aftur tekið að anda þessu að sér og getur haft alvarlegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni. En það virðist vissulega enginn vera  að spá í þessu eða undirbúa fólk undir að öskufall gæti orðið víða um land ef vindáttir breytast.

SeeingRed, 18.4.2010 kl. 23:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta kallast andvaraleysi!

Menn tryggja ekki eftirá, ef mikil aska fellur í Reykjavík mun að hafa verulegar afleiðingar.

Hvar eru stjórnvöld nú?

Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband