18.4.2010 | 21:24
Öskufall í Reykjavík
Þéttbýlið hér á Reykjavíkursvæðinu er í ca 120 130 km fjarlægð frá Eyjafjallajökli. Við ákveðin skilyrði gæti orðið öskufall hér og þá einnig í kauptúnum fyrir austan fjall sem eru enn nær gosinu. Samkvæmt langtíma veðurspsá gæti þetta gerst um næstu helgi. Séu kornin í öskunni jafn illskeytt og lýst hefur verið - hrjúfar glerflísar sem hugsanlega skaða lungu fólks - þá kann að vera um mjög alvarlegt mál að ræða sem heilbrigðisyfirvöld hljóta að bregðast við. Vonandi er að til sé nægjanlegt magn af rykgrímum í verslunum hér, eða e.t.v. hjá Landlækni og Almannavörnum. Hvað með börn í skólum og á leikskólum, ætli að til sé áætlun um varnir þeirra ef til kemur ?
Það er sérkennilegt að fjölmiðlar virðast ekki gefa þessu atriði gaum þrátt fyrir mikla og góða umfjöllun um gosið og afleiðingar þess.
Haukur BrynjólfssonDregur úr gosvirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þjóðarskömm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er eins og enginn þori að tala um þetta. Hef líka furðað mig á þessu.
Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2010 kl. 21:52
Maður myndi ætla að börn þyrftu ekki í skóla og íþróttaæfingum og öðru yrði aflýst á ef að óþverrin berst yfir borgina, það er ekki aftur tekið að anda þessu að sér og getur haft alvarlegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni. En það virðist vissulega enginn vera að spá í þessu eða undirbúa fólk undir að öskufall gæti orðið víða um land ef vindáttir breytast.
SeeingRed, 18.4.2010 kl. 23:45
Þetta kallast andvaraleysi!
Menn tryggja ekki eftirá, ef mikil aska fellur í Reykjavík mun að hafa verulegar afleiðingar.
Hvar eru stjórnvöld nú?
Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.