Nýr skattstofn

Það mætti ætla að stjórnvöld - skattvöld - hefðu fundið nýjan skattstofn í olíu og bensíni. Svo er þó ekki eins og allir vita og miðað við verð á þessum nauðsynjum, eldsneyti á heimilisbílinn, er það með fullkomnum ólíkindum að enn skuli ákveðið að leggja þar á meiri gjöld. Eins og ávalt þá mun hækkunin koma harðast niður á þeim heimilum sem þegar eru hart leikin fjárhagslega. 

Haukur Brynjólfsson 


mbl.is Sérstakur olíuskattur settur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarbúnaður í vögnunum

Þessi frétt gefur tilefni til að spyrja yfirstjórn strætisvagnanna hvernig öryggi farþega er tryggt í vögnunum í því tilvilki að eldur komi upp og stýringar á hurðum verði óvirkar þannig að ekki sé hægt að opna þær. Í flestum strætisvögnum hér má sjá festingar fyrir hamra sem  ætlaðir er til þess að fólk geti brotið sér leið út um glugga vagnanna í neyðartilvikum. Vandinn er bara sá að hamrarnir hafa verið fjarlægðir úr festingunum. Hvers vegna er  það ?

Fyrir löngu síðan kom ég þar að sem að almenningsvagn hafði brunnið að hluta til. Þetta leit ekkert mjög illa út við fyrstu sýn, það var búið að slökkva í vagninum og hann var ekki í rúst. Samt létust þarna tólf eldri borgarar, farþegar í vagninum, þeir höfðu ekki  komist út  því ekki var hægt að opna hurðirnar. Það varð einmitt niðurstaða rannsóknar á þessu slysi að við eldsvoðann hefði stýringar á hurðunum strax orðið óvirkar.   

Þessi atburður varð erlendis.  E.t.v. getur slíkt gerst hér. Eða hvað ? Sem farþegi SVR velti ég því stundum fyrir mér enda er varla meira en eitt ár síðan sagt var frá áþekku slysi í Þýskalandi þar sem farþegar létust í brennandi almenningsvagni sem þeir komust ekki út úr.  Haukur Brynjólfsson


mbl.is Strætisvagn í ljósum logum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt tíðindi

Þetta er undarleg frétt. Ekki er svo langt síðan rætt var um að það, enn einu sinni, að  skýrslan kæmi  út þ. 1. nóvember. Jafnframt mátti skilja orð formanns nefndarinnar á þann veg að skýrslan væri ,,svört" og að þing og þjóð þyrftu að búa sig undir sérlega slæm tíðindi. Ekki orð um nauðsynlega frestun eða stafla af stafla af óuskoðuðum gögnum. Rúv sagði frá því fyrr í dag, að þingið myndi undirbúa móttöku skýrslunnar með sérstakri lagasetningu. Þar á að kveða á um hvernig farið verði með skýrsluna og hverjum verði veittur aðgangur að efni hennar. Vegna þessa  vil ég  minna á að uppi er krafa um Gagnsæi. Þetta er ekki tískuorð þótt stjórnmálamenn séu í óðaönn að gjaldfella orðið. Það höfðar til kröfunnar um ný vinnubrögð á þingi og meðal embættismanna.  Fólk úr öllum flokkum mun fylgjast grant með þessu máli; ætli stjórnmála og embættismenn nú að taka sig til og fela óþægilegan sannleika þá trúi ég því að grasrót allra stjórnmálaflokka, og þjóðin almenn muni bregðast við slíku með viðeignad hætti.

Haukur Brynjólfsson

 


mbl.is Rætt við yfir 300 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vín og brauð ?

Kannske væri ráð að fá séra Baldur til að taka þessa þrjóta til altaris. Varla getur það talist rasismi eða útlendingahatur að nefna slíkt.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Ekki lát á afbrotum í farbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Montstofa í monthúsi

Ég legg til að fjölmiðlastofu verði fengið aðsetur í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Í biksvartri kreppunni er verið að byggja monthús fyrir einhver hundruð milljóna austur á Skriðuklaustri. Þar á að vera svokölluð gestastofa. Slíkt monthús myndi hæfa þessu umrædda  fyrirbæri vel.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband