Öskufall í Reykjavík

Þéttbýlið hér á Reykjavíkursvæðinu er í ca 120 – 130 km fjarlægð frá Eyjafjallajökli. Við ákveðin skilyrði gæti orðið öskufall hér og þá einnig í kauptúnum fyrir austan fjall sem eru enn nær gosinu. Samkvæmt langtíma veðurspsá gæti þetta gerst um næstu helgi. Séu kornin í öskunni jafn illskeytt og lýst hefur verið - hrjúfar glerflísar sem hugsanlega skaða lungu fólks - þá kann að vera um mjög alvarlegt mál að ræða sem heilbrigðisyfirvöld hljóta að bregðast við. Vonandi er að til sé nægjanlegt magn af rykgrímum í verslunum hér, eða  e.t.v. hjá Landlækni og Almannavörnum. Hvað með börn í skólum og á leikskólum, ætli að til sé áætlun um varnir þeirra ef til kemur ?

Það er sérkennilegt að fjölmiðlar virðast ekki gefa þessu atriði gaum þrátt fyrir mikla og góða umfjöllun um gosið og afleiðingar þess.

 Haukur Brynjólfsson 
mbl.is Dregur úr gosvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíta húsið

Í gamla daga var talað um að koma við í ,,Hvítahúsinu" þegar farið var í ríkið á leið um  Akureyri. Nú hefur húsið lengi verið grænt eins og framsóknarkontór.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Búðin fer hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sjálfheldu?

Er verið að búa til vesen? Ef þarna er alvöru göngufólk á ferð þá hefur það plan B að grípa til. Sem væri að bíða af sér veðrið í skálanum og ganga svo niður þegar færi gefst. En það er auðvitað þægilegra að láta sækja sig.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Föst á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB með allt á þurru ?

Merkilegt, jafnvel á Evrópuþinginu sjá menn það sem sennilegast er að verulegur meirihluti Íslendinga hafi vitað allan tímann, að ráðlegast væri að kjósa um það hér hvort yfirleitt ætti að fara í aðildarviðræður við ESB. Swoboda þessi, sem vitnað er í í fréttinni, er greinilega mikil mannvitsbrekka og tekur fram að ESB ætti ekki að blanda sér í Icesave deiluna. Sem sagt höfundar og handhafar hins ónýta regluverks sem er hluti af deiluefninu eiga að halda sig til hlés meðan Íslendingar ,,vinna heimaverkefni sín”. Þvílíkt andskotans kjaftæði.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Ísland vinni heimavinnuna sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta sæti?

Hvað er málið með þennan Eið Smára, þar sífellt að segja okkur hvar hann situr ?

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Eiður á bekknum gegn Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskurinn með hlaðinn hólkinn

 

Mikið var, djöv.. var þetta gott á þá. Það hefur verið hreint ótrúlegt að sjá í fréttum hvað þessi ræningjaskríll hefur komist upp með, ég meina fengið að komast upp með. Þetta gat Danskurinn: lagði bara frá sér öllarann og smurbrauðið og fretaði á bófana.

Haukur Brynjólfsson


mbl.is Absalon sökkti sjóræningjaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband