Neyðarbúnaður í vögnunum

Þessi frétt gefur tilefni til að spyrja yfirstjórn strætisvagnanna hvernig öryggi farþega er tryggt í vögnunum í því tilvilki að eldur komi upp og stýringar á hurðum verði óvirkar þannig að ekki sé hægt að opna þær. Í flestum strætisvögnum hér má sjá festingar fyrir hamra sem  ætlaðir er til þess að fólk geti brotið sér leið út um glugga vagnanna í neyðartilvikum. Vandinn er bara sá að hamrarnir hafa verið fjarlægðir úr festingunum. Hvers vegna er  það ?

Fyrir löngu síðan kom ég þar að sem að almenningsvagn hafði brunnið að hluta til. Þetta leit ekkert mjög illa út við fyrstu sýn, það var búið að slökkva í vagninum og hann var ekki í rúst. Samt létust þarna tólf eldri borgarar, farþegar í vagninum, þeir höfðu ekki  komist út  því ekki var hægt að opna hurðirnar. Það varð einmitt niðurstaða rannsóknar á þessu slysi að við eldsvoðann hefði stýringar á hurðunum strax orðið óvirkar.   

Þessi atburður varð erlendis.  E.t.v. getur slíkt gerst hér. Eða hvað ? Sem farþegi SVR velti ég því stundum fyrir mér enda er varla meira en eitt ár síðan sagt var frá áþekku slysi í Þýskalandi þar sem farþegar létust í brennandi almenningsvagni sem þeir komust ekki út úr.  Haukur Brynjólfsson


mbl.is Strætisvagn í ljósum logum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú talsvert langt síðan ég hef komið í strætó en síðast þegar ég vissi var áberandi rauður öryggissnerill fyrir ofan allar hurðir til að opna þær handvirkt.  Það er svo annað mál hvort menn muni eftir því þegar á reynir en ég sé ekki að hægt sé að gera þetta mikið betur.  Varðandi neyðarhamrana til að brjóta rúðurnar þá efast ég ekki um að þeir hverfa af völdum fingralangra farþega en ekki stjórnenda Strætó. 

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

ég er nokkuð viss um að í flestum vögnum þá eru hamrarnir núna geymdir í klefanum hjá bílstjóranum allavega sá ég nokkra þar um daginn og það voru festingar fyrir hamra sem hafði verið rænt

þessir rauðu snerlar fyrir ofan hurðarnar taka þrýstingin sem að heldur hurðunum lokuðum af kerfinu og þannig er hægt að opna þær handvirkt.

en hinsvegar hef ég tekið eftir því að í nokkrum vögnum eru tóm slökkvitæki...
og einusinni benti ég á það og þá var bara sagt "so?" eftir það þá hef ég sleppt því þar sem að maður býst alveg við sama svari aftur.

Hermann Karl Björnsson, 16.10.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarskömm.

Höfundur

Haukur Brynjólfsson
Haukur Brynjólfsson
Að tala um gjafakvótann er ekkert bull.Þótt margir sem nú starfa í sjávarútvegi hafi keypt sínar veiðiheimildir þá hafa þeir einmitt keypt þær af mönnum sem fengu þessa verðmætu sameign þjóðarinnar gefins. Undanfarna mánuði hefur verð á leigukvóta í þorski verið um 190 kr/kg en þorskverð á markaði um 280 kr/kg. Sjómaður sem kaupir slíka veiðiheimild hefur þannig um 90kr/kg fyrir að sækja fiskinn á miðin og til þess að greiða kostnað við bát og veiðarfæri. Kvóta,,eigandinn" getur setið á kontórnum og tekið sínar 190 krónur af hverju kílói sem sjómaðurinn landar. Þannig er kvótabraskið. Þessi þáttur kerfisins er þjóðarskömm sem við verðum að komast út úr. Það er vel hægt að stjórna fiskveiðum án þessa fyrirkomulags. Þá er höfuðatriði að gleyma því ekki að þóðin öll á nýtingarréttinn á fiskimiðunum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband