14.10.2009 | 16:02
Óvænt tíðindi
Þetta er undarleg frétt. Ekki er svo langt síðan rætt var um að það, enn einu sinni, að skýrslan kæmi út þ. 1. nóvember. Jafnframt mátti skilja orð formanns nefndarinnar á þann veg að skýrslan væri ,,svört" og að þing og þjóð þyrftu að búa sig undir sérlega slæm tíðindi. Ekki orð um nauðsynlega frestun eða stafla af stafla af óuskoðuðum gögnum. Rúv sagði frá því fyrr í dag, að þingið myndi undirbúa móttöku skýrslunnar með sérstakri lagasetningu. Þar á að kveða á um hvernig farið verði með skýrsluna og hverjum verði veittur aðgangur að efni hennar. Vegna þessa vil ég minna á að uppi er krafa um Gagnsæi. Þetta er ekki tískuorð þótt stjórnmálamenn séu í óðaönn að gjaldfella orðið. Það höfðar til kröfunnar um ný vinnubrögð á þingi og meðal embættismanna. Fólk úr öllum flokkum mun fylgjast grant með þessu máli; ætli stjórnmála og embættismenn nú að taka sig til og fela óþægilegan sannleika þá trúi ég því að grasrót allra stjórnmálaflokka, og þjóðin almenn muni bregðast við slíku með viðeignad hætti.
Haukur Brynjólfsson
Rætt við yfir 300 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þjóðarskömm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tími dulúðar og leikarskapar er liðinn, auðvita eiga allir þeir sem vilja hafa aðgang að skírslunni. Er eitthvað stótr leyndarmál í henni sem er verið að fela?
GÞO, 14.10.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.