24.9.2014 | 11:03
Gjaldeyrishöft?
Ekki dýrara en að reka hesthús með tveimur hestum. Skrítið dæmi því munurinn er m.a. sá að ekki þarf að leggja út gjaldeyri fyrir hestunum. Eru ekki gjaldeyrishöft á Íslandi? Er það ekki svo að mönnum er neitað um gjaldeyri til að standa við tryggingasamninga erlendis og greiða iðgjöld vegna líftrygginga? Undir gjaldeyrishöftum þarf væntanlega að velja og hafna. Til grundvallar hlýtur þá að liggja einhverskonar mat á þörf fyrir tiltekinn innflutning. Ekki það að ég sé neinn talsmaður gjaldeyrishafta, en það er samstaða um að slíkt fyrirkomulag sé ill nauðsyn.
Nú virðist sem sagt liggja fyrir, að þótt gjaldeyrisyfirvöld á Íslandi telji óþarfa að einstaklingar fái keyptan galdeyri til að standa við greiðslur af erlendum tryggingasamningum, Þá telji sömu yfirvöld í þörf á að flytja inn tveggja sæta bíl með 620 hestafla vél - fyrir 240 þús.+ Evrur !
Ef maður vissi ekki að í kompaníi íslenskra stjórnmála- fjármála og embættismanna er sameinað meira efnahagsvit en þekkist í öðrum heimshlutum, þá myndi maður halda að þetta væri einhver bölvuð vitleysa.
620 hestafla tryllitæki í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þjóðarskömm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.